Félagsmál

  • Á þessu ári var lögfest notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) og við verðum að setja okkur reglur um hvernig veita skuli NPA á grundvelli handbókar sem gefin var út af velferðarráðuneytinu.
  • Skoða vel sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og réttindi og hvernig Akureyrarbær innleiddi sáttmála varðandi réttindi barna.
  • Koma á notendaráði varðandi réttindi og aðstöðu fatlaðra. Líta verður til þeirra leiðbeininga sem hafa verið settar fram varðandi uppbyggingu slíks ráðs. 
  • Við höfum áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála, ekki síst hjá unga fólkinu. Við viljum efla félagsþjónustuna og þar með sálfræðiþjónustu í skólum Norðurþings í samráði við skólayfirvöld, til að koma til móts við þörf sem við teljum ört vaxandi.
  • Haldið verður áfram að sækja til ríkisins um dagvistun geðfatlaðra.
  • Kortleggjum hvar megi bæta aðgengismál fatlaðra og setjum upp aðgerðaáætlun, því það er nauðsynlegt að hraust samfélag geri öllum kleift að komast um.

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top