Fræðslumál

  • Lækka gjaldskrá á máltíðir niður í 250 kr. án þess að skerða framlag til sviðsins. – sjá okkar helstu mál.
  • Bæta aðbúnað og efla tækjakost grunnskólanna í samráði við skólayfirvöld.
  • Tengja systkinaafslátt úr leikskóla í frístund.
  • Efla og styðja við Jákvæðan aga. Það þarf að hugsa fram í tímann og jafnvel taka upp víðtækari notkun á þessari aðferðafræði í sveitarfélaginu ef vilji er til.
  • Förum í átak til að laga leikvellina okkar. Börnin verða að geta leikið sér og einstaka foreldri getur þá skellt sér í aparóluna líka.
  • Aukum framlög til íþrótta- og æskulýðsmála t.d. með því að færa frístundakortið upp í 12.000 kr. og styrkjum afreksstarf. Lið eða einstaklingar sem keppa meðal þeirra bestu eru mikilvægar fyrirmyndir ungra íþróttamanna og frábær kynning á öflugu íþróttastarfi í samfélaginu.
  • Frítt í sund fyrir ellilífeyrisþega. Mikilvægt er að fólk á öllum aldri óháð efnahag geti stundað sundið enda mikil heilsubót.

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top