Framkvæmdamál

 • Búið er að setja af stað deiliskipulag varðandi uppbyggingu við Reyðarárhnjúk. Við verðum að halda áfram með þá uppbyggingu- sjá okkar helstu áherslumál
 • Stefnum á að hækka hámarksþyngd á hvert heimili á hverju ári hækki úr 400 kg í 800 kg fyrir hvert klippikort fyrir ruslið.
 • Við styðjum áfram þriggja tunnu flokkakerfi og koma því í allt sveitarfélagið.
 • Áframhaldandi ræktun skjólbelta við þéttbýli og uppgræðslu opinna svæða. Vinna gegn útbreiðslu skógarkerfils.
 • Halda áfram að leggja hita í gangstéttir. Þetta er mikilvægt aðgengismál og tengist okkar áætlunum um að kortleggja aðgengismál fyrir fatlaða.
 • Göngu- og hjólaleið meðfram bakkanum. Mikilvægt að vel verði unnið að þessu og gert með vinnu frá landslagsarkitekt. Göngusvæðið getur verið fjölnota og nýst sem hjólbrettabraut með réttri hönnun, hægt verði að hafa útsýnisstað o.fl.
 • Verbúðin við höfnina á Húsavík. Finna þarf nýtilegar leiðir fyrir húsnæðið. Möguleiki er t.d. á að byggja upp listamannaíverustað þar sem listamenn koma í stuttan tíma á styrkjum og vinna við list sína. Þetta verður að skoða vel.
 • Ljósleiðarinn, fylgja lagningu hans vel eftir. Eina sem er eftir verður Húsavík sem verður væntanlega árið 2019.
 • Gera alla byggðakjarna aðlaðandi með óbrotnum gangstéttum og almennri umhirðu.
 • Gatnakerfi allra byggðakjarna, snyrta og setja bundið slitlag allsstaðar innanbæjar
 • Húsnæðismál ungs fólks. Marka þarf stefnu í þeim málum og getur það fléttast saman við atvinnustefnu þar sem líklega verður komið inn á notkun húsnæðis undir Airbnb.
 • Húsnæðismál eldri borgara. Mikilvægt er að vinna á biðlistanum sem er nú til en þar eru um 130 manns og það eru ekki úrlausnir í sjónmáli. Haga verður úrlausnum í takt við þörfina og athuga sérstaklega að fólk á biðlista er yfir 65 ára aldri, ekki yngra.
 • Húsnæðismál fatlaðra. Greina verður hvernig hægt er að komast til móts við mismunandi þarfir fatlaðra og hvaða búsetuúrræði hentar. Nú þegar er mikil vinna til varðandi þessi mál en ljóst er að ekki er ásættanlegt að sambýli séu lausnin varðandi búsetu fatlaðra.
 • Lögum gangstéttir með hjól í huga og ljúkum fyrir árslok 2019. Íbúar í öllum byggðakjörnum verða að geta komist um á fákunum sínum án þess að eiga stefnumót við 30 cm háan gangstéttarkant.
 • Sérskilgreinum hundasvæði. Hraustir hundaeigendur og hraustir hundar eru hverju samfélagi til góða.
 • Lögum göngu- og hjólastíginn út að Kaldbak sumarið 2018.
 • Við ætlum að setja á laggirnar Framtakssjóð íbúa upp á fimm milljónir. Ef íbúar vilja og hafa getu til að laga opinber svæði þá geta þeir sótt um styrk til að gera það.
 • Lækkum fasteignaskatt úr 0,58% í 0,48% á íbúðarhúsnæði og úr 1,65% í 1,55% á atvinnuhúsnæði.
 • Bundið slitlag við Reykjaheiðarveg. Samfélag verður að hafa hrausta vegi.

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top