Íþrótta- og tómstundamál

  • Byggja upp Tún- sjá okkar helstu mál
  • Styrkja meistaraflokkana og afreksíþróttastarf enn frekar. Við viljum styrkja afreksstarf á efsta stigi Íslandsmóta. Lið eða einstaklingar sem keppa meðal þeirra bestu eru mikilvægar fyrirmyndir ungra íþróttamanna og frábær kynning á öflugu íþróttastarfi í samfélaginu.
  • Efla enn frekar samvinnu við Þingeyjarsveit um nýtingu og rekstur á frjálsíþróttasvæðinu á Laugum. Huga þó að grunnaðstöðu á Húsavík því hún nýtist líka á sumrin með börnum.
  • Sundlaug í Lundi. Stefna að uppbyggingu sundlaugarinnar í Lundi með heilsársopnun í huga.
  • Heilsueflandi samfélag. Móta það frekar og leggja fram og leggja fram áætlun í markvissum skrefum. Skoða frekar Janus heilseflingu sem lýtur að heilsu eldri borgara og sjá hvernig hefur tekist til í öðrum sveitarfélögum.
  • Viðhald íþróttahallarinnar á Húsavík. Það er ansi margt komið á tíma – laga þak, endurnýja gólf, bæta við geymslum og fleira. Einnig þarf að kortleggja framtíð sundlaugarinnar á Húsavík.
  • Laga sparkvelli á húsavík. Kostar u.þ.b. 10 milljónir
  • Byggjum upp strandblakaðstöðu á Húsavík í samráði við Blakdeild Völsungs

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top