Menningarmál

  • Eflum menningarsjóð Norðurþings með það markmið að fjölga menningarviðburðum. Hægt verður að sækja í sjóðinn til að tryggja að viðburður fari ekki í tap standi miðasala ekki undir sér. Setjum 2,5 milljónir í sjóðinn 2018 og endurskoðum í lok árs.
  • Skoða hvort hægt sé að ráða menningarfulltrúa í hlutastarf. Aðstoða við viðburði og hátíðir. Einnig að halda utan um menningarsjóðinn og móta styrkjakerfið varðandi íbúaframtakssjóðinn. Það mætti sjá þetta sem samlegð við starfsmann í markaðsmálum varðandi ferðaþjónustu og sveitarfélagið.
  • Styðja áfram við það góða starf sem Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur sinnt hér að undanförnu en það er hornsteinn í menningarmálum Norðurþings. Nú eru bókasöfnin komin undir menningarmiðstöðina og mikilvægt að fylgja þeirri sameiningu eftir og sjá hvort fleiri tækifæri til samstarfs séu til staðar. 

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top