Skipulags- og umhverfismál

  • Búið er að deiliskipuleggja Öskjureit að frystihúsi. Byggja á þeirri vinnu til að byggja upp Öskjureitinn eða gera áætlun varðandi framganginn. Mikilvægt er að byggja miðbæinn vel upp og hugsa hvernig við viljum sjá hann. Íbúum líður vel í fallegum bæ.
  • Tryggðar verða skipulagðar lóðir í úthverfi Húsavíkur. Tryggt verði að í endurskoðun aðalskipulags verði haft til hliðsjónar að fánlegar verði lóðir við úthverfi Húsavíkur.
  • Keyra í gegn aðalskipulag, fylgja því fast eftir. Er á fjárhagsáætlun og er í vinnslu. Við legjum áherslu að  koma inn  á skipulagið reiðleiðum, gönguleiðum og hjólaleiðum í sveitarfélaginu í samráði við hagsmunaaðila.
  • Búa til umhverfisstefnu og stíga fast til jarðar í þeim málum. Hafin var vinna við gerð umhverfisstefnu á því kjörtímabili sem er að ljúka og klára verður hana og finna innleiðingarleið. Norðurþing á að takast á við ábyrgðina sem fylgir breyttu neyslumynstri og styðja við íbúa og fyrirtæki við að verða umhverfisvænna sveitarfélag.
  • Setjum þriggja flokka ruslatunnur á almenningssvæði í alla byggðakjarna strax í sumar. Hraust samfélag er snyrtilegt og umhverfisvænt.

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top