Stjórnsýsla, íbúalýðræði og annað

  • Efla ungmennaráð. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi rödd í samfélaginu og fundi með ráðinu verður að setja upp í reglulegt ferli.
  • Halda áfram að styrkja hverfisráðin og halda áfram samtali við þau og skoða fleiri möguleika varðandi þeirra hlutverk.
  • Skoða hvort hægt sé að ráða starfsmannastjóra. Það er ljóst að á stað þar sem jafnmargir vinna og hjá Norðurþingi þarf að vera starfsmannastjóri og jafnvel mannauðsstjóri. Það eru mörg mál sem þarf að halda utan um og fylgja eftir og tímarammi við ráðningar er oft langur í dag
  • Sækja fast þann pening sem enn er hjá ríki vegna útlagðs kostnaðar hjá okkur.
  • Sjúkraflutningar – búið að slíta samningum við RKÍ um þau mál. Þurfum að skoða áhrifin af því og hvar við getum komið inn í það ferli.
  • Svæðagreina útgjöld. Skoða hvort að það muni nýtast sveitarfélaginu í stefnumótun almennt og aðra þætti viðskiptagreindar.

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top