Norðurþing og framtíðin

Það er óhætt að segja að sveitarfélagið Norðurþing hafi gengið í gegnum miklar breytingar síðustu fjögur árin. Þannig hefur sveitarfélagið vaxið í að vera sveitarfélag með miklum möguleikum og bendir allt til þess að framtíð þess sé björt í dag. Það hefur sannarlega verið gaman að fylgjast með breytingunum sem eru að verða á samfélaginu með aukinni þjónustu, til að mynda þá fjölbreyttu flóru veitingastaða og kaffihúsa sem hafa verið að stinga upp kollinum víðsvegar og er mikið líf á svæðinu.

Með uppbyggingu iðnaðar á Bakka og uppbyggingu þjónustu og afþreyingar fyrir ferðamenn og heimamenn hlýtur næsta skref að vera að byggja upp enn fjölbreyttara atvinnulíf sem heldur áfram að styðja við þjónustu sem laðar að ungt fólk og þá aðallega konur, en þekkt er að ungar konur eru líklegri til að flytja af landsbyggðinni til borgarinnar. Það er því sérstaklega gleðilegt fyrir Norðurþing að nú skuli í fyrsta skipti kona leiða lista í sveitarfélaginu, kona sem hefur trú á sveitarfélaginu öllu og tækifærunum sem felast í þeirri góðu stöðu sem nú er uppi. Það er mikilvægt skref fyrir sveitarfélagið og merki um aukna fjölbreytni.

Mikilvægt er að næstu skref verði sérstaklega vel ígrunduð enda munu þau þurfa að byggja undir framtíð sveitarfélagsins og þar skiptir máli að hafa í forystu fólk sem sannarlega trúir á samfélagið og á tækifærin sem búa í Norðurþingi.

XS fyrir samfélagið allt

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Þingkona Samfylkingar í Norðausturkjördæmi

Begin typing your search above and press enter to search. Press ESC to cancel.

Back To Top